Rice gagnrýnir Rússa

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Reuters

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu í kvöld að Rússar væru á góðri leið með að einangrast og missa vægi sitt á alþjóðlegum vettvangi.
Hún sagði hegðun Rússa vera merki um aukið ráðríki og ágang.

Rice sagði að innrás Rússa inn í Georgíu í síðasta mánuði hefði markað skil í samskiptum Rússa við umheiminn. Hún sagði jafnframt að Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu mæta aukinni ógn Rússa og ekki láta þá komast upp með að ógna eða hóta nágrönnum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka