Vill banna pínupils í Úganda

Pínupils falla ekki í kram ráðherra í Úganda.
Pínupils falla ekki í kram ráðherra í Úganda. mbl.is

Nsaba Buturo, ráðherra siðferðis- og velsemdarmála Úganda í Afríku, telur að banna ætti pínupils þar sem konur sem þeim klæðist trufli einbeitingu ökumanna og valdi þar með umferðarslysum. Frá þessu greinir BBC.

Haft er eftir ráðherranum að það að klæðast pínupilsi jafngildi því að ganga nakinn um götur borgarinnar. Hann vill að pínupils verði skilgreind sem ósiðleg og að hægt verði að refsa þeim sem þau bera. 

 „Hvað er að pínupilsum? Þau geta valdið slysi vegna þess að sumir borgarar þessa lands eru andlega veikir,“sagði Buturo og hélt áfram:
„Ef þú sérð nakta manneskju þá fer athygli þín sjálfkrafa að beinast að andlitsfarða viðkomandi þó þú sért að keyra.“

Að mati ráðherrans er klúr klæðnaður aðeins einn af mörgum löstum sem steðja að borgurum Úganda. Þjófnaður og fjárdráttur úr opinberum sjóðum, græðgi, svik, vændi og samkynhneigð eru meðal þeirra annarra lasta sem hann vill sem ráðherra beita sér gegn.

Fyrr á þessu ári var ákveðið að koma á reglum um klæðaburð kvenna við Makerere-háskólann í Kampala höfuðborg Úganda. Reglunar hafa ekki tekið gildi enn sem komið er, en þær banna konum meðal annars að klæðast pínupilsum og þröngum buxum. 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert