Benedikt páfi ver Pius XII

Benedikt XVI páfi hefur varið framkomu Pius XII páfa á tímum síðari heimsstyrjaldar og staðhæft að hann hafi gert allt sem í hans valdi hafi staðið til að bjarga gyðingum.Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Segir páfi fyrirrennara sinn bæði hafa beitt sér fyrir beint og óbeint fyrir málstað gyðinga en að vegna aðstæðna hafi hann oft þurft að geraþað hljóðlega og á bak við tjöldin. Þá segir hann tímabært að gagnrýni á Pius verði hætt.

Fréttaskýrendur segja orð Benedikts hörðustu vörn sem sett hafi verið fram fyrir hönd Piusar til þessa en Pius hefur áratugum saman verið gagnrýndur fyrir að gagnrýna ekki nasista heldur velja að vera hlutlaus gagnvart þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert