Davíðsstyttan í hættu

Michelangelo skapaði David á árunum 1501-1504
Michelangelo skapaði David á árunum 1501-1504

Davíðsstytt­an fræga eft­ir Michelang­elo gæti fallið af stalli sín­um í Flórens vegna ágangs ferðamanna, að mati sér­fræðinga við Perugia há­skóla á Ítal­íu. Þúsund­ir ferðamanna þramma á degi hverj­um fram­hjá stríðsmann­in­um nakta sem felldi Golí­at og hafa sér­fræðing­ar áhyggj­ur af því að ef ekki verði gripið til aðgerða muni titr­ing­ur­inn sem því fylg­ir valda því að stytt­an hrein­lega hrynji.

Stytt­an, sem höggv­in er í marm­ara, er 504 ára og hef­ur látið nokkuð á sjá. Fyr­ir fjór­um árum var farið í viðgerðir á henni þar sem marmar­inn var styrkt­ur og fyllt upp í sprung­ur, en þær hafa nú opn­ast á nýj­an leik.

Stytt­an, sem er með þekkt­ustu verk­um end­ur­reisn­ar­tím­ans, var upp­haf­lega staðsett á opnu torgi fyr­ir fram­an Palazzo Vecchio, aðset­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Flórens, en flutt á Galleri dell'Acca­dem­ia safnið henni til vernd­ar árið 1873.

Verði ráðist í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir nú gæti kostnaður verið allt að millj­ón evr­ur, u.þ.. 132 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert