Samningamönnum tókst ekki að komast að samkomulagi um skiptingu ráðherraembætta í Simbabve í dag. Talsmenn stjórnarandstöðunnar MDC neituðu tillögum og sögðust ekki vera hækja ZANU-PF flokksins, flokks Roberts Mugabe.
„Þeir vilja öll lykilembættin en við viljum alvöru valddreifingu,“ sagði Nelson Chamisa, talsmaður MDC. Hann sagði að samningaviðræðum yrði haldið áfram þar til sættir næðust.