Hrekkjavaka skaðleg?

Glottandi grasker gætu grafið undan góðum gildum
Glottandi grasker gætu grafið undan góðum gildum

Frumvarp að nýjum lögum hefur verið lagt fyrir Dúmuna, neðri deild rússneska þingsins, um að lagt verði blátt bann við vestrænum hátíðisdögum eins og Valentínusardeginum og Hrekkjavöku. Tilgangurinn er sá að vernda rússneska æsku fyrir vestrænum áhrifum sem sumir vilja meina að séu mannskemmandi.

Dagurs heilags Valentínusar og Hrekkjavaka njóta vaxandi vinsælda meðal ungmenna í Rússlandi. Maxim Mishchenko, þingmaðurinn sem stendur að baki frumvarpinu segist með því vera að verja siðferðislegt og trúarlegt uppeldi æskunnar með því að halda uppi heiðri rússneskra gilda og menningar í stað þeirrar sem innflutt hefur verið frá Vesturlöndum.

Sérfræðingar segja lagasetninguna endurspegla vaxandi veg þjóðernisstefnu í Rússlandi sem eigi rætur sínar að rekja til þess viðhorfs að Rússum standi ógn af Bandaríkjunum og Evrópu bæði hvað varðar menningu og hernaðarafl. Viðbrögð vestrænna landa við stríðinu í Georgíu ýti enn undir þetta viðhorf og greiði veginn fyrir lagasetningu á borð við þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert