Hrekkjavaka skaðleg?

Glottandi grasker gætu grafið undan góðum gildum
Glottandi grasker gætu grafið undan góðum gildum

Frum­varp að nýj­um lög­um hef­ur verið lagt fyr­ir Dúmuna, neðri deild rúss­neska þings­ins, um að lagt verði blátt bann við vest­ræn­um hátíðis­dög­um eins og Valentínus­ar­deg­in­um og Hrekkja­vöku. Til­gang­ur­inn er sá að vernda rúss­neska æsku fyr­ir vest­ræn­um áhrif­um sem sum­ir vilja meina að séu mann­skemm­andi.

Dag­urs heil­ags Valentínus­ar og Hrekkja­vaka njóta vax­andi vin­sælda meðal ung­menna í Rússlandi. Max­im Mis­hchen­ko, þingmaður­inn sem stend­ur að baki frum­varp­inu seg­ist með því vera að verja siðferðis­legt og trú­ar­legt upp­eldi æsk­unn­ar með því að halda uppi heiðri rúss­neskra gilda og menn­ing­ar í stað þeirr­ar sem inn­flutt hef­ur verið frá Vest­ur­lönd­um.

Sér­fræðing­ar segja laga­setn­ing­una end­ur­spegla vax­andi veg þjóðern­is­stefnu í Rússlandi sem eigi ræt­ur sín­ar að rekja til þess viðhorfs að Rúss­um standi ógn af Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu bæði hvað varðar menn­ingu og hernaðarafl. Viðbrögð vest­rænna landa við stríðinu í Georgíu ýti enn und­ir þetta viðhorf og greiði veg­inn fyr­ir laga­setn­ingu á borð við þessa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert