Nauðlenti í Kaupmannahöfn

Kastrup
Kastrup mbl.is/GSH

Boeing 737 þota danska leiguflugfélagsins Jettime með 145 farþega um borð lenti heilu og höldnu á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn rétt í þessu. Vélin var á leið frá Billund til Lazarote en vegna bilunar i lendingarbúnaði var ákveðið að nauðlenda vélinni í Kaupmannahöfn. Gríðarlegur viðbúnaður var vegna lendingarinnar og voru F-16 orrustuþotur sendar af stað til þess að kanna hvað væri að þotunni.

Á vef danska blaðsins Politiken kemur fram að lendingin hafi gengið vel eftir að hún hafði hringsólað yfir Billund til þess að eyða eldsneyti svo hún yrði ekki jafn þung og annars hefði verið þegar hún myndi lenda. Eftir að hafa flogið yfir Jótland í talsverðan tíma fékk flugstjórinn heimild til þess að lenda vélinni á Kastrup.

Samkvæmt upplýsingum ekstrabladet.dk voru 22 börn meðal farþega í þotunni.

Flugvél af gerðinni Boeing 737-700.
Flugvél af gerðinni Boeing 737-700. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert