„Stjórn Palin og McCains"

McCain og Palin eða Palin og McCain?
McCain og Palin eða Palin og McCain? Reuters

Ýmsir lyftu brún­um í vik­unni þegar þeir hlýddu á Söruh Pal­in, vara­for­seta­efni banda­rískra re­públi­kana tala í kosn­ingaræðum um hvað „stjórn Pal­in og McCains," myndi gera þegar hún tæki við völd­um. Van­inn er þegar talað er um for­setafram­boð, að nefna for­seta­efnið á und­an vara­for­seta­efn­inu.

Pal­in er að vísu helsta stjarn­an í kosn­inga­bar­átt­unni um þess­ar mund­ir og marg­ir þeirra, sem sækja kosn­inga­fundi henn­ar og John McCains, koma aðallega til að sjá hana og heyra. McCain er þó sá, sem sest við for­seta­skrif­borðið ef þau sigra.

Á fundi í Ced­ar Rapids í  Iowa í gær sagði Pal­in að þau McCain vilji lækka skatta á lít­il fyr­ir­tæki. „Það er ein­mitt það, sem við mun­um gera í rík­is­stjórn Pal­ins og McCains," sagði hún. Síðar í ræðunni nefndi hún þó nafn McCains á und­an sínu.

Pal­in vísaði einnig til McCains sem „fram­boðsfé­laga míns" þegar hún flutti ræðu í dag í  Green Bay í Wiscons­in. Það sama gerði hún í tveim­ur ræðum í gær í Iowa. Venju­lega er talað um vara­for­seta­efni sem fram­boðsfé­laga for­seta­efna en ekki öf­ugt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert