„Stjórn Palin og McCains"

McCain og Palin eða Palin og McCain?
McCain og Palin eða Palin og McCain? Reuters

Ýmsir lyftu brúnum í vikunni þegar þeir hlýddu á Söruh Palin, varaforsetaefni bandarískra repúblikana tala í kosningaræðum um hvað „stjórn Palin og McCains," myndi gera þegar hún tæki við völdum. Vaninn er þegar talað er um forsetaframboð, að nefna forsetaefnið á undan varaforsetaefninu.

Palin er að vísu helsta stjarnan í kosningabaráttunni um þessar mundir og margir þeirra, sem sækja kosningafundi hennar og John McCains, koma aðallega til að sjá hana og heyra. McCain er þó sá, sem sest við forsetaskrifborðið ef þau sigra.

Á fundi í Cedar Rapids í  Iowa í gær sagði Palin að þau McCain vilji lækka skatta á lítil fyrirtæki. „Það er einmitt það, sem við munum gera í ríkisstjórn Palins og McCains," sagði hún. Síðar í ræðunni nefndi hún þó nafn McCains á undan sínu.

Palin vísaði einnig til McCains sem „framboðsfélaga míns" þegar hún flutti ræðu í dag í  Green Bay í Wisconsin. Það sama gerði hún í tveimur ræðum í gær í Iowa. Venjulega er talað um varaforsetaefni sem framboðsfélaga forsetaefna en ekki öfugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert