Varar við afvopnun í Evrópu

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP

Robert Gates, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, varaði Evr­ópu­ríki við því í dag að þau hefðu gengið of langt í að af­vopn­ast. Nauðsyn­legt væri að byggja aft­ur upp varn­ir á tím­um óvissu í sam­skipt­um við Rússa.

Hann sagði jafn­framt að öll NATO-ríki væru skuld­bund­in til að koma öðrum slík­um ríkj­um til varn­ar kæmi til árása.

„Einn af sigr­um síðustu ald­ar var friður í Evr­ópu eft­ir tíma eyðilegg­ing­ar og blóðugra stríða,“ sagði Gates. „Af­vopn­un­in er nú hins veg­ar orðin að hindr­un og er veik­leiki sem get­ur leitt til árása.“

Gates sagði að aðeins fimm af 26 NATO-ríkj­um næðu viðmiðum banda­lags­ins og eyddu tveim­ur pró­sent­um af lands­fram­leiðslu í upp­bygg­ingu varna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert