Varar við afvopnun í Evrópu

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði Evrópuríki við því í dag að þau hefðu gengið of langt í að afvopnast. Nauðsynlegt væri að byggja aftur upp varnir á tímum óvissu í samskiptum við Rússa.

Hann sagði jafnframt að öll NATO-ríki væru skuldbundin til að koma öðrum slíkum ríkjum til varnar kæmi til árása.

„Einn af sigrum síðustu aldar var friður í Evrópu eftir tíma eyðileggingar og blóðugra stríða,“ sagði Gates. „Afvopnunin er nú hins vegar orðin að hindrun og er veikleiki sem getur leitt til árása.“

Gates sagði að aðeins fimm af 26 NATO-ríkjum næðu viðmiðum bandalagsins og eyddu tveimur prósentum af landsframleiðslu í uppbyggingu varna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert