Mótmæltu „innrás innflytjenda í Evrópu“

Þúsundir vinstrisinnaðra mótmælenda lentu í átökum við lögreglu í Köln í Þýskalandi í dag, eftir að þeir höfðu reynt að stöðva samkomu hægri-öfgasinna, sem lögreglan síðan bannaði. Vildu hægrimennirnir mótmæla svonefndri „íslamsvæðingu“ og fyrirhugaðri byggingu einnar stærstu mosku í Evrópu.

Hægri-öfgasamtökin Pro-Köln höfðu skipulagt samkomuna, og búist var við tugum þúsunda á hana. Lögreglan sagði að samkoman hafi verið bönnuð í þágu almannaöryggis.

Borgarráð Kölnar hefur veitt samþykki sitt fyrir byggingu moskunnar.

Pro-Köln efndi til samkomunnar, og mættu leiðtogar hægri-öfgamanna í Belgíu, Austurríki og Ítalíu á hana til að mótmæla því sem samtökin kalla „innrás innflytjenda í Evrópu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert