Tilræði í Islamabad

Maður sem særðist í sprengingunni kemur út af Marriott-hótelinu í …
Maður sem særðist í sprengingunni kemur út af Marriott-hótelinu í dag. AP

Að minnsta kosti fjöru­tíu manns lét­ust í mik­illi spreng­ingu sem varð við Marriott-hót­elið í Islama­bad, höfuðborg Pak­ist­ans, í dag. Ótt­ast er að mun fleiri hafi látið lífið. Að sögn ör­ygg­is­varðar við hót­elið sprakk flutn­inga­bíll fyr­ir utan það. Enn sem komið er hef­ur eng­inn lýst ábyrgð á til­ræðinu á hend­ur sér.

Marriott-hót­elið er vin­sæll gisti- og sam­komu­staður meðal út­lend­inga í borg­inni, og hef­ur það orðið skot­mark víga­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert