Tjaldbúum fjölgar í kreppunni

Tjaldborg í Reno í Nevada.
Tjaldborg í Reno í Nevada. AP

Heimilislausum í Bandaríkjunum hefur farið fjölgandi frá því að merki sáust um samdráttinn í bandarísku efnahagslífi á síðasta ári, að því er samtök er hjálpa heimilislausum þar í landi segja. Mun fleira fólk býr nú í tjöldum vegna þess að það hefur misst heimili sín vegna kreppunnar. 

Tjaldborgir heimilislausra hafa skotið upp kollinum hvarvetna í Bandaríkjunum, segir fréttaritari Aftenposten þar í landi.

„Það fer ekki á milli mála að fátækt og heimilisleysi hefur aukist,“ segir Michael Stoops, talsmaður National Coalition for the Homeless, við Aftenposten.

Samtök sem aðstoða heimilislausa og yfirvöld hvarvetna í Bandaríkjunum greina frá auknum fjölda fólks sem býr í tjöldum.

Í borginni Reno í Nevadaríki bera súpueldhúsin svonefndu nú fram fleiri hundruð máltíðir á dag, og yfirvöld segja fjölda heimilislausra í borginni orðinn meiri en nokkru sinni manna minnum.

Nevada er það ríki í Bandaríkjunum þar sem nauðungaruppboð á íbúðarhúsnæði hafa verið flest.

Þá segir Aftenposten að meira sé farið að bera á heimilislausu fólki í Bandaríkjunum en áður. Í Santa Barbara í Kaliforníu megi sjá fólk sofandi í bílum á bílastæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka