Danskir lögreglumenn í njósnaleiðangri í Malmö

Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú hvers vegna hópur danskra lögreglumanna í fríi fylgdist með mótmælaaðgerðum í Malmö í Svíþjóð á föstudag. Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir og eru sagðir hafa truflað störf sænskra starfsbræðra sinna.

Danskir fjölmiðlar segja, að sænska lögreglan hafi lýst undrun á afskiptasemi dönsku lögreglumannanna og lögreglan í Kaupmannahöfn geti ekki gefið neinar skýringar á málinu.  

„Ég hef heyrt að þetta snúist um nokkra menn, sem virðast hafa farið þangað til að fylgjast með lögreglustarfi," hefur Ritzaufréttastofan eftir  Per Larsen, lögreglustjóra. „Maður starfar ekki á eigin vegum á annarra manna svæði og hafi þeir ekki gert samkomulag við Svíana þá er þetta býsna vandræðaleg uppákoma," segir Larsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert