Nýr flugvöllur í stað Heathrow?

Reuters

Boris Johnson, borgarstjóri í London, er að láta teikna tillögur að nýjum flugvelli fyrir borgina, og fela þær í sér að Heathrow verði lokað, og jafnvel Gatwick einnig. Í staðinn kæmi fjögurra brauta völlur á uppfyllingu úti fyrir Sheppey í mynni Thames. Johnson segir að Heathrow sé „skipulagsmistök frá sjöunda áratugnum.“

TimesOnline hefur eftir Johnson að þegar litið sé til þess sem sé að gerast í öðrum stórborgum í heiminum, t.d. Hong Kong og Washington, verði ljóst að það sé ekki ógerlegt að flytja stóra flugvelli.

Embættismenn telja að flugvöll við Sheppey megi reisa á sex árum, og hægt yrði að fjölga brautum á honum í sex með lítilli fyrirhöfn. Völlurinn yrði tengdur miðborg London með háhraðalest, og tæki ferðin um hálfa klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert