Obama vinnur á

AP

Barack Obama bæt­ir við sig fylgi í skoðana­könn­un­um en fimm dag­ar eru þar til þeir John McCain mæt­ast í fyrstu fram­bjóðanda kapp­ræðunum. Vel­gengi Obama kem­ur til vegna þess sem tal­in eru vera slök viðbrögð McCains við efna­hags­vand­an­um.

Banda­ríska þingið og stjórn Geor­ge W. Bush hafa verið að tak­ast á um 700 millj­arða doll­ara áætl­un sem ætlað er að bjarga banda­rísk­um efna­hag frá því að hrynja al­ger­lega. Hef­ur þetta aukið á áhyggj­ur kjós­enda sem hafa efna­hags­vand­ann efst í huga um þess­ar mund­ir en til dæm­is ekki stríðin í Írak og Af­gan­ist­an.

Fjár­málaráðherr­ann, Henry Paul­son, barðist gegn því í gær að demó­kröt­um tæk­ist að koma í gegn auka fjár­veit­um til að hjálpa mjög skuld­sett­um heim­il­um og sagði að fjár­mála­markaðir þyrftu enn á aðstoð að halda vegna álags og ekki væri ráðlegt að vera með aðrar aðgerðir í gangi sem gætu truflað.

Obama var á kosn­inga­ferðalagi í Norður-Karólínu í dag eft­ir að hafa lýst því yfir í gær að McCain væri ör­vænt­ing­ar­full­ur eft­ir að hafa gert sér grein fyr­ir að hann og flokk­ur hans, Re­públi­kana­flokk­ur­inn, bæru í raun ábyrgð á hruni fjár­mála­geir­ans. McCain varði sig og sagði Obama vera með hræðslu­áróður.

McCain hef­ur lengi bar­ist fyr­ir því að slaka á regl­um fyr­ir fjár­mála­markaðinn en marg­ir kenna litlu reglu­verki um óró­ann á Wall Street. Þetta veld­ur hon­um erfiðleik­um núna og Obama hef­ur nýtt sér það.

McCain hef­ur nú lýst því yfir að þörf sé á meiri stjórn­un yfir mörkuðunum. Hann hef­ur sömu­leiðis lent í erfiðleik­um í vik­unni vegna annarra yf­ir­lýs­inga, svo sem þeirri að hafa sagt á mánu­dag­inn var að styrk­ar stoðir væru und­ir banda­rísk­um efna­hag.

Nýj­ar skoðanakann­an­ir benda til þess að fylgi McCains hafi dvínað í kjöl­far óró­ans á banda­rísk­um mörkuðum.  Nýj­asta könn­un Gallup sýn­ir Obama með 50 pró­senta fylgi og McCain með 44 pró­sent. Síðasta sunnu­dag, degi áður en hluta­bréf féllu á Wall Street, mæld­ust þeir nokk­urn veg­inn jafn­ir, McCain var með 47 pró­sent og Obama 45.

Báðir fram­bjóðend­ur ham­ast nú við að und­ir­búa sig und­ir fyrstu kapp­ræðurn­ar sem verða þeirra á milli á föstu­dag. Gefa þær McCain tæki­færi til að snúa við dvín­andi fylgi.

Aukið fylgi Obama skýrist ekki ein­göngu af efna­hags­sam­drætt­in­um held­ur einnig af harðari kosn­inga­áróðri.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert