Einn hermaður lést og ellefu óbreyttir borgarar hafa slasast í þremur sprengjuárásum ETA á Spáni á síðast liðnum sólarhring. Hermaðurinn lést og annar særðist í morgun er bílsprengja sprakk fyrir utan herskóla í Kantabríu-héraði.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði að nú væru meðlimir ETA farnir að myrða á ný og að þeir myndu finna fyrir fullum þunga réttar og laga spænskra dómstóla.