NY Times hyglir Obama

Barack Obama og John McCain.
Barack Obama og John McCain. Reuters

Fulltrúar kosningaherferðar John McCain hafa gagnrýnt dagblaðið New York Times fyrir hlutdrægni. Í yfirlýsingu segir að dagblaðið styðji „150%“ við bakið á forsetaframbjóðanda demókrata, Barack Obama.

Einn helsti ráðgjafi McCain, Steve Schmidt, sagði að blaðamenn dagblaðsins hafi brugðist hlutverki sínu þar sem Obama fái ekki gagnrýna meðferð. Hann ásakaði einnig fjölmiðla um að leggja Sarah Palin í einelti.

„Hvað sem má segja um sögu NY Times þá uppfyllir það nú á engan hátt kröfur um blaðamennsku,“ sagði Schmidt á blaðamannafundi.

„Blaðið er áróðursvél fyrir Obama sem ræðst á McCain og Sarah Palin en ver Obama,“ hélt hann áfram.

Dagblaðið hafnaði ásökunum Schmidt. „New York Times skuldbindur sig til að fjalla á sanngjarnan og ágengan hátt um báða frambjóðendur,“ sagði í yfirlýsingu frá aðalritstjóra NY Times, Bill Keller.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert