Segir Bush hafa brugðist

McCain og varaforsetaefni hans, Sara Palin, í Minnesota á föstudaginn.
McCain og varaforsetaefni hans, Sara Palin, í Minnesota á föstudaginn. Reuters

John McCain, for­setafram­bjóðandi re­públík­ana, seg­ir að Geor­ge W. Bush for­seti hafi brugðist, og látið viðgang­ast að þær aðstæður sköpuðust sem leiddu til fjár­málakreppu og hruns­ins á Wall Street.

En keppi­naut­ur McCains, Barack Obama, henti kröf­ur hans um um­bæt­ur í fjár­mála­kerf­inu á lofti og sagði að McCain hafi verið einn helsti talsmaður þess að slakað yrði á regl­um í banka­geir­an­um, sem nú þyrfti að koma til bjarg­ar.

Í viðtali við frétta­skýr­ingaþátt­inn 60 mín­út­ur sagði McCain: „Ég held að stjórn Bush hafi brugðist. Ég held að þingið hafi brugðist, bæði re­públíkan­ar og demó­krat­ar. Þannig að það hafa all­ir brugðist. Og vina­banda­lög­in og sér­hags­muna­tengsl­in sem hafa ráðið ríkj­um í Washingt­on hafa komið niður á banda­rísku þjóðinni með skelfi­leg­um hætti.“

McCain sagðist bál­reiður út í „gráðuga liðið á Wall Street.“ Kvaðst hann enn­frem­ur myndu reka nú­ver­andi yf­ir­mann fjár­mála­eft­ir­lits­ins (SEC) og ráða í staðinn demó­krat­ann Andrew Cu­omo, sem var í rík­is­stjórn Bills Cl­int­ons.

McCain hafnaði enn­frem­ur full­yrðing­um Obam­as, sem hef­ur sagt hann hafa sömu stefnu og Bush. Kvaðst McCain hafa aðra stefnu en Bush varðandi rík­is­út­gjöld, Íraks­stríðið, viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um og meðferð fanga í hryðju­verka­stríðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert