Tölvupóstur Palin í hættu?

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an hef­ur há­skóla­nema grunaðan um að hafa brotið sér leið inn í tölvu­póst­hólf vara­for­seta­efn­is re­públi­kana, Sarah Pal­in.

Sjón­varps­stöðin WBIR-TV í Knoxville, Tenn­essee, sagði frá því að al­rík­is­lög­regl­an hefði lagt fram leit­ar­heim­ild á sunnu­dag til að leita á heim­ili unga manns­ins, Dav­id Ker­nell.

Faðir Dav­id, sem er þing­full­trúi demó­krata, hef­ur ekki viljað tjá sig um málið en vitni segja að al­rík­is­lög­regl­an hafi leitað í tvær klukku­stund­ir á heim­ili Ker­nell fjöl­skyld­unn­ar.

Tölvus­náp­ar brutu sér leið inn á Ya­hoo tölvu­póst­hólf Pal­in í síðustu viku og settu fjölda per­sónu­legra mynda á in­ter­netið.

„Þetta er al­var­leg árás á einka­líf rík­is­stjór­ans og lög­brot,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu úr kosn­inga­búðum McCains.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert