Tölvupóstur Palin í hættu?

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Bandaríska alríkislögreglan hefur háskólanema grunaðan um að hafa brotið sér leið inn í tölvupósthólf varaforsetaefnis repúblikana, Sarah Palin.

Sjónvarpsstöðin WBIR-TV í Knoxville, Tennessee, sagði frá því að alríkislögreglan hefði lagt fram leitarheimild á sunnudag til að leita á heimili unga mannsins, David Kernell.

Faðir David, sem er þingfulltrúi demókrata, hefur ekki viljað tjá sig um málið en vitni segja að alríkislögreglan hafi leitað í tvær klukkustundir á heimili Kernell fjölskyldunnar.

Tölvusnápar brutu sér leið inn á Yahoo tölvupósthólf Palin í síðustu viku og settu fjölda persónulegra mynda á internetið.

„Þetta er alvarleg árás á einkalíf ríkisstjórans og lögbrot,“ sagði í yfirlýsingu úr kosningabúðum McCains.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert