Finnski byssumaðurinn látinn

Matti Juhani Saari á myndskeiði, sem hann setti á myndbandsvefinn …
Matti Juhani Saari á myndskeiði, sem hann setti á myndbandsvefinn YouTube í gær þar sem sést þegar hann æfir skotfimi með skammbyssu. Reuters

Finnski byssumaðurinn sem gekk berserksgang í iðnskóla í Kauhajoki í morgun hefur látist af völdum skotsára. Hann beindi byssu sinni að sjálfum sér eftir að hafa banað tíu samnemendum sínum.

Árásarmaðurinn hét Matti Juhani Saari, 22 ára matreiðslunemi. Hann lést  af sárum sínum á sjúkrahúsinu í Tampere fyrir skömmu. 

Skotárásin hófst stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Áætlað er að um 200 nemendur hafi verið í skólabyggingunni á þeim tíma.

„Ég heyrði skothvelli og hræðsluóp. Síðan komu tvær stúlkur inn til mín og sögðu að skrítinn maður væri að skjóta á fólk," sagði Jukka Forsberg, húsvörður í skólanum. 

„Ég fór að kanna málið og sá maann skilja stóran svartan poka eftir í ganginum og fara inn í skólastofu númer 3 og loka dyrunum. Ég leit í gegnum gluggann og hann skaut þá á mig. Ég hringdi strax í neyðarlínuna. Sem betur fer hitti hann mig ekki. Hann skaut á mig en ég hljóp í krókum," bætti Forsberg við.

Hann sagðist hafa heyrt hræðileg kvalaóp  þegar hann forðaði sér út úr byggingunni.

Matti Juhani Saari á myndskeiðinu sem hann setti á YouTube.
Matti Juhani Saari á myndskeiðinu sem hann setti á YouTube. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert