Frakklandsforseti vill draga menn til ábyrgðar

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, ásamt konu sinni Cörlu Bruni-Sarkozy.
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, ásamt konu sinni Cörlu Bruni-Sarkozy. PHILIPPE WOJAZER

„Þeim sem ábyrgð bera á fjár­málakrísu heims­ins ætti að refsa,“ seg­ir Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seti, og kall­ar eft­ir því að leiðtog­ar heims viður­kenni hina al­var­legu stöðu mála. 

„Í dag eru millj­ón­ir manna sem ótt­ast ekk­ert meira en að tapa fjár­mun­um sín­um, íbúðum og spari­fé í bönk­um,“ sagði Sar­kozy í ræðu sem hann hélt þegar hon­um voru veitt mannúðar­verðlaun Elie Wiesel-stofn­un­ar­inn­ar í New York. 

„Við verðum að veita fólki skýr svör. Svara því hverj­ir bera ábyrgðina. Og sýna að þeir sem hana beri verði dregn­ir til ábyrgðar og refsað,“  sagði Sar­kozy án þess að til­greina ná­kvæm­lega hverja hann vildi draga til ábyrgðar.

„Ef við töl­um ekki skýrt þá get­um við ekki skapað stöðug­leika í heim­in­um. Kannski myndi gagn­ast best ef leiðtog­ar viður­kenndu al­var­leika stöðunn­ar og töluðu tæpitungu­laust um þessi mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert