Yfirvöld í Kuwait hafa fyrirskipað að lokað skuli fyrir almennan aðgang að vefsíðunni YouTube vegna myndskeiða sem þar leynast sem gætu verið særandi fyrir múslima. Þar má meðal annars finna myndbönd þar serm sungnir eru textar úr Kóraninum og ruddalegar myndir af Múhamed spámanni.
Í síðustu þingkosningum í Kuwait styrktu flokkar Íslamista mjög stöðu sína á þinginu og hafa sumir fulltrúar þeirra krafist þess að ljósvakamiðlar í Kuwait sýni meira af trúarlegu efni.