Bush bakkar með björgunarpakka

George Bush og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafa samþykkt að miklar breytingar verði gerðar á björgunarpakkanum svokallaða sem ætlaður er til að reisa við bandarískan efnahag. Þeir hafa fallist á með aðgerðunum fylgi reglur sem komi böndum á laun stjórnenda fjármálafyrirtækja.

Tillagan mætti miklum efasemdum á fundi bankanefndar bandaríska þingsins í gær. Þar var m.a. bent á að björgunarpakkinn færði Henry Paulson fjármálaráðherra of mikil völd og óviðeigandi væri að ríkisvaldið myndi ákvarða laun stjórnenda.

Bush hyggst flytja sjónvarpsræðu í kvöld á besta tíma til að skýra vandann fyrir bandarísku þjóðinni, en rúmt ár er síðan Bush kom síðast fram í sjónvarpi með þeim hætti, þegar hann ræddi Íraksstríðið.

Paulson og Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, funduðu áfram fyrir bankanefnd bandaríska þingsins í dag og sagði Bernanke að óvenjumikið álag væri nú á alþjóðamörkuðum. Íhaldsmenn innan Repúblikanaflokksins hafa tekið afar treglega í tillöguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka