FBI rannsakar fjármálarisa

Verðbréfamarkaðurinn í New York.
Verðbréfamarkaðurinn í New York. CHIP EAST

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur hafið rannsókn á fjármálarisanna Lehman Brothers, Fannie Mae, Fredddie Mac og tryggingafyrirtækið AIG vegna ásakana um fjársvik. 

Fyrirtækin bætast þar í hóp rúmlega tuttugu annarra fyrirtækja á Wall Street sem FBI hefur til rannsóknar. Að sögn Robert Mueller, forstjóra FBI, snýr rannsóknin m.a. að því að kanna hvort forsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna hafi gefið rangar upplýsingar um eignastöðu sína. Einnig sé verið að kanna ásakanir um innherjaviðskipti.   

Rannsóknin á sér stað á sama tíma og öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur til umfjöllunar björgunaraðgerð fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans sem felur í sér heimild til að yfirtaka áhættusöm lán heimili upp á 700 milljarða bandaríkjadala. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert