Vill láta vana barnaníðinga

Donald Tusk vill ganga hart fram gegn barnaníðingum.
Donald Tusk vill ganga hart fram gegn barnaníðingum. Reuters

Pólska rík­is­stjórn­in, að frum­kvæði for­sæt­is­ráðherr­ans Don­ald Tusk, vill láta vana barn­aníðinga. Full­trú­ar frá Evr­ópuþing­inu hafa lagst gegn áformun­um en þingið get­ur þó ekki komið í veg fyr­ir þau. Þetta kem­ur fram á vefsíðu Der Spieg­el.

For­saga máls­ins er sifja­spells­mál sem kom upp í þorpi í aust­ur-Póllandi. Fyr­ir tveim­ur vik­um hand­tók pólska lög­regl­an 45 ára gaml­an mann sem hafði beitt dótt­ur sína kyn­ferðis­legu of­beldi í sex ár og hafði stúlk­an, sem nú er 21 árs, eign­ast tvö börn með föður sín­um.

Tusk var sleg­inn vegna máls­ins. „Það er mín skoðun að slíka ein­stak­linga, eða skepn­ur, sé ekki hægt að kalla fólk,“ var haft eft­ir Tusk. Þess vegna þurfi ekki held­ur að meðhöndla það með mann­rétt­indi í huga. Vön­un­in, sem verði fram­kvæmd með lyfja­gjöf, eigi ekki að fara fram að ósk hins dæmda held­ur verði hún hluti af dómn­um. Refs­ing­in varði aðallega barn­aníðinga og sér­stak­lega þá sem ekki séu lík­leg­ir til að bæta ráð sitt.

Heil­brigðis- og dóms­málaráðuneyt­in vinna nú að breyt­ingu hegn­ing­ar­laga og skv. vilja Tusk á laga­frum­varpið að verða til í októ­ber. „Ég vil að í Póllandi verði hörðustu refs­ing­um sem völ er á beitt gegn þeim sem af­brota­mönn­um sem nauðga börn­um,“ hef­ur Der Spieg­el eft­ir Tusk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert