Pyntingar voru ræddar í Hvíta húsinu

Condoleezza Rice
Condoleezza Rice YURI GRIPAS

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur staðfest að  æðstu embættismenn í Hvíta húsinu hafi snemma árs 2002 verið upplýstir um harkalegar aðferðir CIA, við að fá fram upplýsingar hjá meintum al-Quaeda hryðjuverkamönnum í leynilegum fangelsum. Þetta kemur fram í Washington Post í dag.

Rice og aðstoðarmaður hennar John B. Bellingar hafa bæði staðfest að hinar umdeildu yfirheyrsluaðferðir  hafi verið ræddar í smáatriðum á fjölda funda innan Hvíta hússins yfir tveggja ára tímabil. Fundirnir hafi jafnframt vakið áhyggjur meðal margra embættismanna um að aðgerðir CIA gætu verið ólöglegar eða andstætt sáttmálum gegn pyntingum.

Fjölmiðlar hafa áður fullyrt að slíkar deilur hafi átt sér stað í Hvíta húsinu á þessum tíma, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem embættismenn í ríkisstjórn George Bush staðfesti þær.

Í skriflegum frásögnum Rice og Bellinger eru sérstaklega nefndir til sögunnar John D. Ashcroft, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Ekki er hinsvegar minnst á þátttöku George Bush né varaforsetans Dick Cheney. Umræður um hafi hinsvegar átt sér stað innan hæstu raða Hvíta hússins.  

Aðferðir CIA í leynifangelsum hafa af mörgum verið flokkaðar sem pyntingar. Rice minnast m.a. á umræður um hina umdeildu vatnsaðferð, þar sem líkt er við drukknum, en þau hafi verið fullvissuð um að þeim fylgdi hvorki alvarlegum líkamlegum né andlegum skaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert