Umbreyttist við andlát bróður síns

Matti Juhani Saari
Matti Juhani Saari Reuters

Hatur Matta Saari, finnska skólamorðingjanum, blossaði upp í kjölfar andlát stóra bróður hans Hann gjörbreyttist í háttum eftir dauðsfallið og varð fáskiptinn og hatursfullur.

Þetta segir fyrrum nágranna Matta í smábænum Pyhäjärvi í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. „Hann beindi allri reiði sinni gegn samfélaginu eftir þetta,“ segir hinn 63 ára gamli Keijo Niskanen. Matti bjó á þeim tíma með foreldrum sínum, eldri bróður og þremur yngri systkinum. Faðir hans var hermaður en móðir hans ræstitæknir.

„Þetta var ósköp venjuleg og heiðarleg finnsk fjölskylda. Matti var hæglátur, en alls ekki líklegur til að fremja morð,“ segir nágranninn.

Þrátt fyrir það gekk Matti berserksgang með skammbyssu á þriðjudag og drap 10 manneskjur í skólanum sínum í Kauhajoki - 300 kílómetrum frá æskustöðvunum í Pyhäjärvi. Matti hafði flutt til Kauhajouki fyrir einu ári síðan til að leggja stund á hótel- og veitingastaðarekstur.

Fimm ár eru liðin síðan stóri bróðir Matta lést úr hjartaáfalli, en þá var hann sjálfur 17 ára gamall.

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði Matta kvöldið fyrir fjöldamorðin en sleppti honum hefur sótt áfallahjálp til sálfræðinga eftir að hann heyrði af morðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka