McCain ætlar að mæta til kappræðna

John McCain.
John McCain. mbl.is/Þorkell

John McCain, forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins, ætlar að mæta til kappræðna við Barack Obama, frambjóðanda Demókrataflokksins, í kvöld þótt ekki hafi enn náðst samkomulag um opinberar aðgerðir til að aðstoða bandaríska fjármálakerfið.

Búið var að undirbúa kappræður frambjóðendanna  í Mississippiháskóla í kvöld  en á miðvikudag sagðist McCain vilja fresta fundinum þar sem Bandaríkjaþing, þar sem þeir Obama sitja báðir, ætti í samningaviðræðum við bandarísk stjórnvöld um björgunaráætlunina.

Framboð McCains sagði í dag, að frambjóðandinn muni fara til Mississippi síðdegis en halda síðan aftur til Washington eftir kappræðurnar til að taka áfram þátt í samningaviðræðunum þar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert