Efnahagsmálin efst á baugi

00:00
00:00

For­setafram­bjóðend­urn­ir Barack Obama og John McCain deildu helst um hvernig væri best að bjarga Banda­ríkj­un­um út úr þeim erfiðleik­um sem landið glím­ir við á fjár­mála­mörkuðum, upp­bygg­ingu efna­hag lands­ins á ný og varn­ar­mál Banda­ríkj­anna, í fyrstu kapp­ræðu þeirra sem fram fór í  nótt.

Fylgi fram­bjóðend­anna er svipað og marg­ir hafa ekki gert upp hug sinn enn fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar sem fram fara í nóv­em­ber þannig að þeir áttu mögu­leika á að sópa til sín fylg­is­mönn­um í kapp­ræðunum sem var sjón­varpað beint um öll Banda­rík­in frá Uni­versity of Mississippi. Frétta­skýrend­ur telja hins veg­ar að hvor­ug­um fram­bjóðand­an­um hafi tek­ist það og þegar ein­ung­is fimm vik­ur eru til kosn­inga þá er stór hluti þjóðar­inn­ar enn óviss um hvor fram­bjóðand­inn verður fyr­ir val­inu.

Obama og McCain ít­reku helstu kosn­inga­mál sín og slag­ara úr kosn­inga­bar­átt­unni. McCain sagði að hann myndi lækka skatta og stöðva óheyri­leg fjár­út­lát hjá hinu op­in­bera. Obama reyndi að tengja and­stæðing­inn við þá erfiðleika sem dynja yfir í Banda­ríkj­un­um og að stefn­an í efna­hags­mál­um hafi ekki gengið upp hjá rík­is­stjórn Geor­ge W. Bush.

Inn­rás­in í Írak skort­ur á dómgreind

McCain sagði að Obama hefði hvorki þekk­ingu né reynslu til þess að halda Banda­ríkj­un­um óhult­um. Obama skaut strax til baka á McCain og spurði hann hvort það hafi ekki verið ein­hver skort­ur á dómgreind hjá McCain að styðja inn­rás­ina inn í Írak og senda her­menn frá Af­gan­ist­an þangað.

„Þú sagðir að þetta yrði fljót­legt og auðvelt. Þú sagðir að við viss­um hvar gereyðing­ar­vopn­in væru geymd. Þú hafðir rangt fyr­ir þér," sagði Obama og bætti við. „Þú sagðir að við yrðum hyllt­ir sem bjarg­vætt­ir. Þú hafðir rangt fyr­ir þér. Þú sagðir að eng­ar heim­ild­ir væru um átök milli síja og súnn­ía í sög­unni og þú hafðir rangt fyr­ir þér."

Obama gagn­rýnd­ur vegna for­seta Írans

McCain gagn­rýndi Obama fyr­ir að hafa sagt að hann myndi setj­ast niður með for­seta Írans, Mahmoud Ahma­dinejad, án nokk­urra skil­yrða. „Næ ég þessu á rétt­an hátt. Við eig­um að setj­ast niður með Ahma­dinejad, sem seg­ir: Við ætl­um að þurrka Ísra­el út af jörðinni og við svör­um: Nei það ætl­ar þú ekki að gera, gerðu það," sagði McCain.

Báðir gagn­rýndu þeir inn­rás Rússa inn í Georgíu og sögðust styðja inn­göngu Georgíu og Úkraínu í Atlants­hafs­banda­lagið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert