Hægt verði að treysta "Made in China"

Kínverski forsætisráðherran Wen Jiabao hét því í dag að tryggja að hið alkunna „Made in China“, sem sjá má á ýmsum vörum, væri öruggt fyrir notendur um allan heim. Mikið hefur verið fjallað um matvælaiðnaðinn í Kína undanfarna daga eftir að upp komst að efninu melaníni var blandað við mjólkurduft handa ungabörnum með þeim afleiðingum að yfir 53 þúsund börn hafa veikst og 4 dáið.

Evrópusambandið ákvað fyrr í dag að banna allan innflutning frá Kína á mjólkurvörum fyrir börn. Bannið tekur m.a. til kex og súkkulaðis og tekur strax gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert