Hægt verði að treysta "Made in China"

Kín­verski for­sæt­is­ráðherr­an Wen Jia­bao hét því í dag að tryggja að hið al­kunna „Made in China“, sem sjá má á ýms­um vör­um, væri ör­uggt fyr­ir not­end­ur um all­an heim. Mikið hef­ur verið fjallað um mat­vælaiðnaðinn í Kína und­an­farna daga eft­ir að upp komst að efn­inu mel­an­íni var blandað við mjólk­ur­duft handa unga­börn­um með þeim af­leiðing­um að yfir 53 þúsund börn hafa veikst og 4 dáið.

Evr­ópu­sam­bandið ákvað fyrr í dag að banna all­an inn­flutn­ing frá Kína á mjólk­ur­vör­um fyr­ir börn. Bannið tek­ur m.a. til kex og súkkulaðis og tek­ur strax gildi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert