Orðrómur er á kreiki á bandarískum bloggsíðum um að Barack Obama hyggist fá varaforsetaefni sitt, Joe Biden, til að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum. Muni Hillary Clinton þá taka við.
Sagt er frá þessu í breska götublaðinu Daily Mail. Fullyrt er að val Johns McCains á Sarah Palin hafi aukið svo áhugann á framboði McCains að Obama hyggist bregðast við með þessum hætti.