Telja sig hafa séð Madeleine

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Lögreglan á Mallorca rannsakar hvort sést hafi til Madeleine McCann á ströndinni Cala d'Or fyrir skömmu. Breskt par þóttist hafa séð stelpuna, sem hvarf í Portúgal í maí 2007, í fylgd tveggja kvenna.

Parið hélt rakleiðis á hótel sitt og skoðaði myndir af Madeleine á netinu og sannfærðist um að litla stelpan sem það sá hefði verið hún. Það tilkynnti málið strax til lögreglunnar og hélt aftur á ströndina en þá var hún horfin. Lögreglan á Mallorca leitar nú Madeleine á hótelum í grenndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka