Þrjú fundust látin í Danmörku

Tveir karlmenn og ein kona fundust í dag skotin til bana í Ballerup, skammt frá Kaupmannahöfn, í dag.  Fólkið hafði allt verið skotið með haglabyssu.

Lögregla segir að ekki hafi verið borin formleg kennsl á líkin og ekki sé heldur vitað hvort fleira fólk hafi verið í íbúðinni. 

Lögregla leggur áherslu á, að engin tengsl séu á milli þessa atburðar og skotárása, sem gerðar hafi verið á undanförnum vikum á höfuðborgarsvæðinu og raktar eru til átaka glæpaflokka.  Margt bendi hins vegar til þess, að einhver þremenninganna hafi skotið hin tvö og síðan framið sjálfsvíg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert