Kínverji í geimgöngu

Zhai Zhigang, 42 ára gamall Kínverji, hóf geimgöngu sína fyrir um klukkustund, fyrstur kínverskra geimfara. Hann mun gera ýmsar rannsóknir með aðstoð tveggja félaga sinna sem verða áfram í geimfarinu Shenzhou VII. Sjónvarpað er beint frá atburðinum í Kína.

Tilraunirnar eru meðal annars undirbúningur að því að smíða kínverska geimstöð sem á að verða tilbúin eftir nokkur ár. Zhai er orrustuflugmaður að mennt. ,,Kveðjur til allra Kínverja og alls mannkyns," sagði Zhai er hann steig út úr geimfarinu. Félagi hans rétti honum kínverskan fána sem Zhai veifaði síðan.

Zhai Zhigang með fánann í geimgöngunni.
Zhai Zhigang með fánann í geimgöngunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert