Kínverji í geimgöngu

00:00
00:00

Zhai Zhigang, 42 ára gam­all Kín­verji, hóf geim­göngu sína fyr­ir um klukku­stund, fyrst­ur kín­verskra geim­fara. Hann mun gera ýms­ar rann­sókn­ir með aðstoð tveggja fé­laga sinna sem verða áfram í geim­far­inu Shenzhou VII. Sjón­varpað er beint frá at­b­urðinum í Kína.

Til­raun­irn­ar eru meðal ann­ars und­ir­bún­ing­ur að því að smíða kín­verska geim­stöð sem á að verða til­bú­in eft­ir nokk­ur ár. Zhai er orr­ustuflugmaður að mennt. ,,Kveðjur til allra Kín­verja og alls mann­kyns," sagði Zhai er hann steig út úr geim­far­inu. Fé­lagi hans rétti hon­um kín­versk­an fána sem Zhai veifaði síðan.

Zhai Zhigang með fánann í geimgöngunni.
Zhai Zhigang með fán­ann í geim­göng­unni. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert