Háttsett lögreglukona myrt

Malalai Kakar
Malalai Kakar

Ein þekkt­asta lög­reglu­kona Af­gan­ist­an, Mala­lai Kak­ar, var í gær skot­in til bana í Kanda­h­ar. Talíban­ar hafa lýst ábyrgðinni á hend­ur sér en þeir eru mót­falln­ir því að kon­ur vinni lög­reglu­störf. Kak­ar var á leið í vinn­una þegar hún var skot­in en son­ur henn­ar særðist al­var­lega í árás­inni.

Kak­ar var yf­ir­maður deild­ar sem rann­sakaði glæpi gegn kon­um. Hún var á fimm­tugs­aldri og átti sex börn. Hún var ein þekkt­asta kona lands­ins.

Hún gekk til liðs við lög­regl­una árið 1982 en faðir henn­ar og bræður voru einnig lög­reglu­menn. Þegar Talíban­ar tóku yfir stjórn Af­gan­ist­an var henni bannað að vinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka