Kosið í Hvíta Rússlandi

Alexander Lúkasjenkó hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu.
Alexander Lúkasjenkó hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP

Íbúar Hvíta Rússlands gengu í dag til þingkosninga, en Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, býst við því að kosningarnar muni leiða til þess að samskipti landsins við Vesturlönd muni batna.

Miklir annmarkar hafa verið á síðustu kosningum, og þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum kallað Lúkasjenkó síðasta einræðisherrann í Evrópu.

Forsetinn reynir nú að friða andstæðinga sína, en nýlega fyrirskipaði hann m.a. að sumir andstæðinga hans skyldi sleppt úr fangelsi.

Stjórnarandstaðan fékk hins vegar ekki að fylgjast með kosningunum með almennilegum hætti, segir á vef breska ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert