Varaforsetaefni etja kappi

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Nú þegar for­setafram­bjóðend­urn­ir Barack Obama og John McCain hafa lokið fyrstu kapp­ræðunum sín­um bein­ist at­hygli stjórn­mála­skýrenda að vara­for­seta­efn­un­um. Joe Biden og Sarah Pal­in munu etja kappi næsta fimmtu­dag í Há­skól­an­um í St. Lou­is í Mis­souri.

Kapp­ræðanna er beðið með eft­ir­vænt­ingu. Pal­in þykir reynslu­lít­il en Biden hef­ur verið öld­ung­ar­deild­arþingmaður í 35 ár og hef­ur ára­tugareynslu af því að vera í kast­ljósi fjöl­miðlanna.

Síðan Biden var út­nefnd­ur vara­for­seta­efni Obama fyr­ir rúm­um mánuði hafa nærri 100 viðtöl verið tek­in við hann. Pal­in gaf sitt þriðja stóra viðtal í síðustu viku og hef­ur verið gagn­rýnd veru­lega fyr­ir öll þrjú.

Joe Biden
Joe Biden Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Ómar Ingi Ómar Ingi: !
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert