Ísland eða Sviss

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar ættu að hverfa frá nær öllu landi sem þeir hernámu í sex daga stríðinu 1967. Palestínumenn ættu að fá yfirráðin í austurhluta Jerúsalem og Sýrlendingar að fá aftur Gólanhæðir.

Olmert sagði að vissulega væri hætta fólgin í því að láta Sýrlendinga fá aftur Gólanhæðir sem margir óttast að þeir myndu nota til að gera árás á Ísrael. En ráðherrann bætti við: ,,Sérhver sá sem vill aldrei gera neitt sem felur í sér hættu ætti að flytja til Sviss eða Íslands."   

Ehud Olmert
Ehud Olmert Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert