Óbreytt kvótakerfi hjá ESB

Þorskur á markaði í Skotlandi.
Þorskur á markaði í Skotlandi. Reuters

Evrópusambandið samþykkti í dag að halda óbreyttu kvótakerfi í fiskveiðum ESB þrátt fyrir galla á kerfinu og mikla gagnrýni á það.

Ekki var eining um málið á meðal sjávarútvegsráðherra ríkjanna og vildu sumir koma á markaði þar sem kvóti gæti gengið kaupum og sölum, eins og þekkist á Íslandi og Nýja Sjálandi. Aðrir voru harðir á móti því og var meðal annars haft eftir Michel Barnier, sjávarútvegsráðherra Frakklands, að breyting yrði aðeins til þess að hlaða undir stærri og ríkari fyrirtæki á kostnað þeirra minni.

ESB ákveður hvað mikill kvóti kemur í hlut hvers ríkis á hverju svæði fyrir sig. Danir og Hollendingar vilja breytingar á kerfinu og Spánverjar eru opnir fyrir hugmyndinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert