Þrýst á Bristol að gifta sig

Bristol Palin með Trig bróður sinn í fanginu.
Bristol Palin með Trig bróður sinn í fanginu. AP

Hin sautján ára Bristol Palin og átjan ára unnusta hennar Levi Johnston munu nú vera undir miklum þrýstingi frá stuðningsmönnum forsetaframbjóðandans John McCain að ganga í hjónaband. Brisol, sem er dóttir Söruh Palin, varaforsetaefnis McCain, og Johnston eiga von á  barni og hefur fjölskyldan lýst því yfir að þau hyggist ganga í hjónaband. 

Staðhæft er í breska blaðinu The Sunday Times í dag að forsvarsmenn framboðs McCain leggi milla áherslu á að það verði sem fyrst þannig að nýta megi umfjöllun um brúðkaupið kosningabaráttu þeirra í hag. 

„Það væri alveg stórkostlegt. Það væru allar myndavélarnar þar. Það myndi öll þjóðin horfa á það. Það myndi ræna kosningabaráttnni í heila viku,” segir ónefndur heimildarmaður blaðsins. 

Val McCain á Söruh Palin hleypti miklum krafti í kosningabaráttu hans. Heldur hefur hins vegar dregið úr þeim krafti og vinsældum Palin að undanförnu og hafa jafnvel nokkrir stuðningsmenn McCain opinberlega lýst yfir efasemdum um val hennar sem varaforsetaefnis.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert