Cameron hvetur til samstöðu

David Cameron
David Cameron Reuters

David Cameron, leiðtogi breskra íhaldsmanna, lýsti því yfir í morgun að breskir íhaldsmenn muni vinna að því með stjórn Verkamannaflokksins að takast á við ríkjandi efnahagsvanda. „Við stöndum saman í þessu,” segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér um málið í dag. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Í yfirlýsingunni segir að breskum stjórnmálaflokkum beri að standa saman og forðast að beita efnahagsvandanum í pólitískum tilgangi eins og gert hafi verið í Bandaríkjunum. Breskir íhaldsmenn muni því styðja björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og geyma það til síðari tíma að rökræða mismunandi áherslur. 

Þá segir að þær aðstæður sem nú séu uppi reyni á lýðræðið og að fólk sér ringlað og áhyggjufullt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert