Reglur um skotvopn hertar í Finnlandi

Frá vettvangi skotárásarinnar í Finnlandi í síðustu viku.
Frá vettvangi skotárásarinnar í Finnlandi í síðustu viku. AP

Innanríkisráðuneyti Finnlands kynnti í gær nýja reglugerð um skotvopnaeign almennings en vopnaburður almennings hefur verið mjög til umræðu í Finnlandi frá því nemandi varð tíu manns að bana áður en hann framdi sjálfsvíg í bænum Kauhajoki í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Samkvæmt reglugerðinni getur fólk ekki lengur fengið skammbyssuleyfi í fyrsta sinn sem það fær byssuleyfi. Þá er það skilyrði sett fyrir því einstaklingar geti keypt sér skammbyssu að þeir leggi fram heilbrigðisvottorð, mæti í viðtal hjá lögreglu og hafi verið aðilar að skotfélagi í a.m.k.eitt ár.  

Einnig stendur til að herða lög um skotvopnaeign einstaklinga í Finnlandi, en finnsk vopnalög eru með þeim frjálslegustu í Evrópu. Hefur Matti Vanhanen forsætisráðherra sagt að jafnvel komi til greina að banna alveg skammbyssueign einstaklinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert