Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra í færeysku landsstjórninni, var lagður á sjúkrahús í gær vegna þyngsla fyrir brjósti. Hann lagði fram fjárlög í fyrradag og fann til vanlíðanar eftir það, fór til læknis og var lagður inn á Landssjúkrahúsið til rannsókna.
Líðan Jóannesar mun vera góð eftir atvikum, að sögn færeyskra fjölmiðla. Hann mun þó liggja eitthvað lengur á sjúkrahúsinu til rannsókna.