Norðurlönd geta komið til bjargar

mbl.is

Norðurlöndin geta komið Íslendingum til bjargar ef þau vilja, að sögn Erik Alsaker hagfræðings í norræna bankanum Nordea í samtali við NRK. Á vefsíðu norska útvarpsins er fjallað um aðkomu íslenska ríkisins að Glitni og og lækkað lánshæfismat Kaupþings undir fyrirsögninni: „Íslenskt hrun lendir á Noregi.“

Í greininni er minnt á gjaldeyrisskiptasamning Seðlabanka Íslands við seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs frá því í maí síðastliðnum. Markmiðið með honum er að styrkja gjaldeyrisforða Íslands ef þörf krefur. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, minnir á þetta samkomulag í samtali við NRK og segir að ef að einn af stóru íslensku bönkunum riði til falls þá muni það snerta Noreg. Hann segir enn fremur að Íslendingar líti á samkomulagið frá í maí sem merki um að norrænu seðlabankarnir standi saman.

Hvorki Norges Bank eða norska fjármálaráðuneytið gátu tjáð sig um það við NRK hvort gerð hafi verið neyðaráætlun  sem gripið yrði til ef Íslendingar lentu í vandræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert