Önnur atkvæðagreiðsla á Bandaríkjaþingi í kvöld

Atkvæði verða væntanlega greidd í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld um endurbætta tillögu stjórnvalda um björgunaraðgerðir fyrir fjármálalífið.

Leiðtogar í deildinni hafa sæst á að bæta við tillöguna ákvæðum um skattaívilnanir fyrir fyrirtæki og millistéttarfólk, auk aukinna innlánatrygginga.

Fulltrúadeild þingsins hafnaði fyrstu tillögu forsetans á mánudaginn, en talið er útlit fyrir að endurbætta tillagan fáist samþykkt í öldungadeildinni með miklum mun, og þar með aukist þrýstingur á fulltrúadeildina að gera slíkt hið sama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka