Ian Blair að segja af sér?

Ian Blair
Ian Blair Reuters

Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, ætlar að segja af sér fljótlega, samkvæmt heimildum fréttavefjar BBC. Er búist við yfirlýsingu frá Blair innan tíðar þar sem hann mun tilkynna afsögn sína. Kemur þetta í kjölfar nýlegrar fréttaskýringar sem birtist í bresku dagblaði um að Blair hafi greitt nánum félaga sínum fyrir ráðgjöf úr opinberum sjóðum. Blair neitar þessum ásökunum.

Það er óhætt að það hafi ekki ríkt nein lognmolla í kringum lögreglustjórann. Hann er ásakaður um kynþáttahatur gagnvart yfirmanni í lögreglunni sem er af asískum uppruna og eins var harðlega gagnrýndur fyrir starfshætti þegar Jean Charles de Menezes var skotinn til bana árið 2005. Var Menezes tekinn í misgripum fyrir meintan hryðjuverkamann og skotinn af lögreglu á Stockwell jarðlestastöðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka