Samkvæmt nýrri skoðanakönnun njóta hugmyndir um að fá Vetrarólympíuleikana 2018 haldna í Tromsö í Noregi lítils fylgis meðal Norðmanna. Vetrarólympíuleikarnir hafa tvisvar verið haldnir í Noregi með miklum ágætum.
Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.
Sextíu og sex af hundraði þátttakenda í skoðanakönnuninni, sem gerð var fyrir Aftenposten, telja að norska ríkið eigi að hafna beiðnum um fjárhagsábyrgð á leikunum. Aðeins 19% voru fylgjandi því að ríkið veitt slíka ábyrgð.
Samkvæmt fréttum í Noregi fyrr í vikunni hefur verið reiknað út, að það myndi kosta norska skattgreiðendur alls um 19 milljarða norskra króna að halda leikana.