Öldungadeildin samþykkti

00:00
00:00

Meiri­hluti þing­manna í banda­rísku öld­unga­deild­inni samþykkti í nótt nýja út­gáfu af frum­varpi um 700 millj­arða dala aðstoð rík­is­valds­ins við fjár­mála­fyr­ir­tæki. Alls sögðu 74 já en 25 nei. Vænt­an­lega mun full­trúa­deild­in greiða at­kvæði um frum­varpið á morg­un en hún felldi það á mánu­dag.

Tals­verðar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á frum­varp­inu frá því það var fellt í full­trúa­deild­inni á mánu­dag. Meðal ann­ars fá fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki skattaí­viln­an­ir.

Frétta­skýrend­ur segja að vís­bend­ing­ar séu um að andstaða við frum­varpið fari minnk­andi í full­trúa­deild­inni, þar sem sí­fellt fleiri þing­menn re­públík­ana séu reiðubún­ir að samþykkja það.

Andstaðan við björg­un­araðgerðirn­ar á sér þær ræt­ur helst­ar, að íhalds­sam­ir re­públíkan­ar vilja ekki að rík­is­valdið grípi inn í markaðinn með þess­um hætti, en demó­krat­ar á hinum vængn­um telja aðgerðirn­ar aðeins miða að því að bjarga of­ur­rík­um banka­mönn­um.

„Þess­ir stjórsnjöllu Wall Street-menn, sem hafa grætt meiri pen­inga en venju­leg­ir Banda­ríkja­menn geta svo mikið sem látið sig dreyma um,  hafa farið með fjár­mála­kerfið okk­ar út á ystu nöf,“ sagði óháður öld­unga­deild­arþingmaður, og að nú krefj­ist Wall Street-menn­irn­ir þess að banda­rískt millistéttar­fólk kæmi þeim til bjarg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert