Vilja farsímana burt úr flugi

Bandaríkjamenn vilja farsímana burt úr farþegafluginu.
Bandaríkjamenn vilja farsímana burt úr farþegafluginu. mbl.is/Golli

Mikill meirihluti bandarískra flugfarþega vill að notkun farsíma í farþegaflugi verði bönnuð og að foreldrum með ungabörn verði gert að sitja í sérafmörkuðu rými í flugvélinni.

Þetta kemur fram í árlegri könnun fyrirtækisins TripAdvisor, sem í þetta sinn náði til 3.117 Bandaríkjamanna.

Kom þar fram að 80% aðspurðra telji að banna eigi farsímana í flugi, á sama tíma og 69% segjast hlynnt þráðlausri nettengingu í vélinni.

Þá telur mikill meirihluti, eða 71%, að farþegar með ungabörn eigi að sitja í sérstöku rými, en flestir aðspurðra, eða 30%, sögðu það fara mest í taugarnar á sér í flugi þegar börn spörkuðu í bak flugsætisins fyrir framan þau.

Hátt í fjórðungur, eða 24%, kvaðst andvígur því að flugfélög tækju upp á því að haga flugfargjöldum í samræmi við þyngd farþega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka