Höggið kostaði Fossett lífið

Steve Fossett.
Steve Fossett. AP

Milljarðamæringurinn og ævintýramaðurinn Steve Fossett lést samstundis þegar flugvél hans brotlenti í fjallshlíð segir lögreglan vestanhafs. Að sögn rannsakenda er ljóst að um afar harðan árekstur var að ræða sem hefði kostað Fossett lífið.

Þetta kemur fram á vefsíðu Sky. Skilríki hins 63 ára gamla Fossett fundust fyrr í þessari viku og fundu leitarhópar flugvélabrakið í kjölfarið.

Hluti af beini hefur fundist og er talið að í því finnist nógu mikið DNA til að hægt sé að ákvarða hvort það tilheyri Fossett eða ekki. Leitarhópar ætla aftur að brakinu til að leita fleiri leifa Fossett en hann var lýstur látinn í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert